Sunday, August 06, 2006

Sælir mínir dyggu lesendur…Pistillinn í dag og næsta mánuðinn er í boði Melló. Ákvað að spælsa í einn pistil. Hvað gerir maður ekki fyrir frægðina…???

Rugl er þetta, ég er búinn að skrifa pistil á hverjum degi núna í mánuð en hann post-ast greinilega aldrei...aha!!! Nei nei ég er bara búinn að vera duglegur að skrifa ekki.
Reyndar mætti halda að það hafi farið tveir mánuðir í þennan pistil, photoshop-vinna og leit af gögnum getur tekið svona tíma…Ég vona að þið fyrirgefið…
Þannig þið fjögur sem lesið þessa síðu eruð að fá einn feitan núna...
Já vinur minn og félagi Steve Nash sendi mér mynd af sér og vildi ekki sjá þessa mynd af honum á netinu þar sem hann sé snoðaður hann er í raun og veru bara búinn að lita hárið á sér rautt. (Til hvers að lita hárið á henni líka?)Sorry…En allavega þá eru þessar myndir þar sem hann er snoðaður eldgamlar og þessi mynd sem hann sendi mér er glæný og vildi hann endilega koma með í næstu ferð okkar “Red and proud”-meðlima! Þannig hér með geri ég hann að heiðursgesti félagsins til hamingju Steve minn…

Magni, Nonni, Snakki og Sómi eru útí eyjum núna eins og við sjáum. Hérna koma myndir með þeim félögum…Magni er að reyna að fá tilboð frá ÍBV. Og eins og glöggir menn vita tók hann forskot á sæluna í fyrra og fjárfesti í búning. Spurning hvort tilboðið komi í ár. Nonni er bara að hafa það nice þarna og er í heimahúsi. Það er örugglega ekki verra... En hann fékk fyrstu verðlaun í keppni fyrir fallega, eins og glöggir lesendur sjá er það Helgi “nemi” Reynir “Pétur” Guðmundsson sem hreppti annað sætið.

Þá er komið að Adda “Snakka” Pallasyni hann var svo óheppinn eins og síðast að “týna” tjaldinu sínu. En greip þá til þessa örþrifaráðs og lagði sig bara á dansgólfinu, stúlka sem var að fara
að þrífa reynir að hafa hann á fætur…og vitir menn. Hann Snakki deyr ekki ráðalaus nei nei nei hann finnur sér þennan fína gám og er hann með þetta fína grindverk.

Þáttur Sóma er kunnur, hann gerir allt fyrir snakkið og fíla kerlingarnar það vel. Hann djammar til dægurs og snakkar til þess að vera frægur. Vá þetta var flott…myndin segir allt um hann Gumma kallinn…Hver ætli sé frá Austurríki…hmmm


Í gær voru þeir með óvæntan atburð og myndin segir allt..þeir voru klappaðir upp aftur og aftur. Já þetta hefur verið svaka sýning. Spuring með DD. Einmitt!
Já það er greinilega að þeir félagar eru að gera það gott í Eyjum þetta árið.

Fór í golf í fyrsta skipti í sumar, uss...hvað er ég að spá! Afhverju spila ég ekki meira! Hrikaleg högg hjá þessum leikmanni. Ég og Múri fórum í höggleik og endaði það með sigri hjá mér. Enda Múri bakveikur og illa geðveikur. Það er ekki gott í golfi. Ég spilaði á 45 sem er ágætt miðað við æfinguna í sumar...svo gæti verið að þetta hafi byrjendaheppni. En ég viðurkenni það ekki :) !!!

Karfan að byrja á þriðjudaginn, uss spilaði leik með Brokey/dreamteam á góðri stund í grundarfirði og ég vægast sagt saug titling, shit hitti ekkert og gat bara ekkert...við unnum reyndar leikinn en það var ekki mér að þakka það er klárt mál! ÞAnnig ég verð að fara að skjóta og eitthvað ef ég ætla að komast í hópinn í vetur. Hefði varla komist í hópinn hjá Brokey, með þessa frammistöðu.

Fótboltinn að fara að enda...shit þetta er búið að vera langt sumar. En það þýðir ekki að gefast upp þó svo að við séum ekki með besta lið í heimi. Er klár á því að við verðum betri á næsta ári. (reyndar annað væri fáranlegt). Þetta fer bara í reynsluboltan hjá okkur...

Jæja ætla að fara að láta þetta enda…enda orðið helvíti langt og vinnusamt….

Verið bara bulusssuðððuð

Melló

3 Comments:

At 1:21 AM, Anonymous Anonymous said...

hvað er í gagni bara blogg! schnilld!!! bið að heilsa danny ainge

 
At 1:23 AM, Anonymous Anonymous said...

oh gagni ha! meinti í gangi, þú ert skarpur strákur þú fattar. ekki klikka að kíkja á staupasteinn

 
At 12:21 PM, Anonymous Anonymous said...

Hehe...já ég hitti hann áðan...hann var bara í góðum fíling! Þetta er alveg í lagi!!!
Fariði á valsmótið...?

 

Post a Comment

<< Home