Wednesday, May 03, 2006

Það er langt á milli pistla segja sumir. En þegar menn eru valdnir bloggarar ársins á öllum stöðum þá hugsar maður sig tvisvar um hvað maður á að skrifa. Ég ákvað að láta bíða svolítið eftir mér í þetta skiptið (ekki í fyrsta skipti reyndar) því ég var að tjekka á því hvort fólk væri eitthvað í því að lesa þessa síðu. Ekki sat fólk á sér í þeirri könnun, nei aldeilis ekki, fólk var farið að senda hótunarbréf á mig og fjölskyldu mína, fólk réðst að bílnum mínum, en eins og þeir vita sem þekkja mig er bíllinn varinn fyrir öllum árásum. Svo voru sendar kökur og hvaðeina allt þetta var bara til að fá einn pistil. Og hér er hann gott fólk...

Eins fólk veit, þá var pallaleigan valin besta bloggsíðan í ár og ekki var keppnin af verri endanum. Negrinemi, nemi, atli og allar þessar síður já og Laufásvegurinn uss þetta verður blóðugt á næsta ári...það er spurning hvort þeir á laufásvegi10 verði komnir með einn sjóðheitan þá...er ekki viss en held í vonina. Þeir félagar eru í USA núna nánaratiltekið á Orlando, þeir skyldu reyndar
húsgagnið eftir heima.

Manni er farið að hlakka til að fara út, shit það verður gaman! Erum búin að ákveða að vera í Boston í viku tökum svo lest til N.Y. og verðum þar í tvær nætur! Þetta verður geðveikt!!!

Fótboltinn er kominn á fullt, eða svona eins og hægt er, komumst ekki á grasið strax en vonandi verður það fljótlega. En mál málanna þessa dagana eru Hestar, ég og Bjarne erum komnir í hestamennskuna og það á fullt. Það er spurning hvort það fari að koma hestur í dönskufjölskylduna...ég vona það. Þetta er rosalega skemmtilegt. Núna hugsa margir hvað eru þeir að spá, hvað er að þeim. Ég skora á ykkur að prófa þetta. Það er voðalega erfitt að lýsa því hvað þetta er gaman, komdu bara og prófaðu. Árni þorir ekki...hann heldur að það komi hestalykt for life af sér, en hún er ekki með okkur á baki þannig afhverju ætti það að gerast! Takk fyrir þennan! megið skrifa hann hjá ykkur! haha! En svona er þetta...allir finna sér eitthvað að gera, nei nei nei ekki annan...!!! Ég er að spá í því að hafa þetta ekkert lengra. Árni er að fara að ná í mig og svo skundum við til Grundarfjarðar í bæinn þar sem sólin aldrei sefur (felur sig bara).
Það er víst allt að gerast í þjálfaramálum en eitthvað lítið fréttir maður af þeim...
En allavega, ætla að enda þetta á skemmtilegan hátt eins og einn af okkar bestur bloggurum myndi gera...Peace out to you all!

haha...

Melló kveður

8 Comments:

At 4:18 PM, Anonymous Anonymous said...

geri ráð fyrir að þessi keppni sé milli lélegra bloggsíðna eins og þessarrar og hinna sem þú nefnir og þess vegna sé brokeybasket ekki með í þessu.

 
At 9:31 PM, Anonymous Anonymous said...

www.tommi.bloggar.is ekki www.tommi.bloggari.is ;)

annars töff blogg...
Það VAR gaman á hestum..svo þroskaðist maður..... :D
segji svona. haha

 
At 10:37 PM, Anonymous Anonymous said...

ó sorry, laga það!
Þú þroskast bráðum og færð fílinginn aftur...:D

 
At 12:41 AM, Anonymous Anonymous said...

já, ég þroskast til baka ;)

 
At 11:04 AM, Anonymous Anonymous said...

já, þetta er s.s. bloggsíða ársins.. Bara að minna þig á að núna í dag er 12. júní og síðasta færsla hjá þér er fokkin 3. mai. Ok, ég er nú frekar slakur í blogginu svona yfirleitt, en come on. Þetta er nú helvíti slakt af bloggsíðu ársins að vera.. Titillinn er í mikilli hættu með þessu áframhaldi, það er á hreinu.....

 
At 3:36 PM, Anonymous Anonymous said...

já miðað við þetta þroska tal þá oru Gunnlaugur og Bjarne bara þroskaðir í smá tíma.. hef ekki séð þá á hestbaki í langann tíma!

 
At 4:04 PM, Anonymous Anonymous said...

hvaða rugl er þetta gunnlaugur? á ekkert að blogga? ætlaru ekki að vera með bestu síðuna aftur? vera aðal blogghundurinn? hvað er þetta 20 questions eða? býddubýddubýddu býrðu í hólminum? bíddubíddubíddu? og spilaru með snæfell nei? bíddu bíddu bíddu

 
At 11:38 AM, Anonymous Anonymous said...

samt góður titill á þessu bloggi "það er langt á milli pistla...." haha nokkuð til í því !!??

 

Post a Comment

<< Home