Wednesday, April 05, 2006

Góða daginn gott fólk!

Viningspósið síðan í Fyrra

Pistill dagsins er í boði Sóma Sharp. En hann er að auglýsa pósu-keppni. Hann vann hina árlegu pósu-keppni í fyrra með þessari pósu. Reynsluboltar í pósuheiminum hafa aldrei séð annað eins enda er þessi maður búinn að vera í bransanum lengi. Svo er bara spurning hvort hann haldi titlinum. En ég hef heyrt að fólk frá mörgum heimsálfum ætli sér að koma og fylgjast með honum. Og ég hef heyrt að hann fái mikla samkeppni í ár. En enginn annar en Lalli Johns ætlar að taka þátt.Hann var rólegur þegar fréttamaður tók hann að tali Og hefur hann eins og fólk sér bætt sig svakalega í pósum. Hann gat ekki keppt í fyrra því hann var dæmdur fyrir að stela traktori á leið sinni um landið. Hvort það hafi verið M.Ferguson það veit ég ekki. Þannig það verður skemmtilegt að sjá hvernig keppnin í ár verður. Kempur eins og Halli og Laddi hafa spáð rosalegri keppni.

Jæja þá að öðru....og það er líka keppni!!!

Eins og flestir vita þá er meistaraflokkur Snæfells í fótbolta búinn að skrá sig til í Íslandsmót í sumar og verða það 15 leikir sem við spilum. En núna um helgina er svo æfingaleikurinn á móti Létti, hann er spilaður á gervigrasvellinum hjá Fram. Sem sagt í Safamýrinni. Þeir sem vilja sjá mörg mörk og spörk út í loftið ættu ekki að láta sig vanta. Nei nei ég segi svona ég veit ekki hvernig leikur þetta verður. Við erum ekkert búnir að æfa saman og reyndar ekkert búnir að æfa (flestir) Við verðum vonandi með stórann hóp þannig það verður hægt að skipta reglulega. Ég er búinn að mæta á tvær æfingar og það innanhúsæfingar. Hef alveg verið betri með boltann, enda langt síðan ég hef spilað fótbolta. Það verður spennandi að sjá hvernig gengur í þessum leik. Leikurinn er eiginlega bara settur á fyrir þjálfarann því hann veit ekki hvað hann er með í höndunum. Þetta lið sem við erum að fara að spila við er víst ágætir og voru nálægt því að komast í næst efstu deild fyrir einhverjum árum. Þannig þetta gæti orðið erfitt...spurning hvort við spilum ekki bara gamla góða varnarboltann.

Spá mín var ekki alveg eins og það fór, en þess vegna var þetta nú spá, ég vill ennþá meina það að við höfum verið með betra lið en KR, og áttum að fara áfram. En svona er þetta, útlendingarnir einhverneiginn fengu eitthvað í hálsinn. :) nei nei svona fór þetta og svona er þetta. Vonum bara að þetta gangi betur á næsta ári.
Formannsskipti voru fyrir viku eða svo, og lýst mér mjög vel á það, ekki það að Gissur hafi verið að standa sig illa. Alls ekki, hann hefur gert allt fyrir liðið og verður áfram í því vill ég meina og vona. Daði kemur með nýtt blóð í þetta og vonandi heldur þetta áfram að vera jafn skemmtilegt og spennandi. Svo er bara að bíða eftir KKÍ þinginu og sjá hvernig reglurnar verða. Ég vona að reglunum verði breytt þannig að það megi vera með 2 kana og liðunum sé skilt að vera með 3 íslendinga inná í einu. Það er víst þannig í Noregi, djöfull eru þá margir Íslendingar að spila í Noregi, barabúmmtjisss!!!Þá myndi Íslendingarnir fá meiri reynslu og jafnvel taka meiri ábyrgð til sín. Ekki leggja allt á einhverja serba og makka. Þá svo það sé ekkert að þeim. Annars fer þetta bara að verða eins og enska deildin í fótbolta. Mörg lið með einn og tvo enska leikmenn í 16 mannahópnum. Sem er frekar fáranlegt finnst mér. En já eins og ég segi þetta verður allt mjög spennandi og eru þetta frekar miklir draumórar hjá mér held ég.

Þetta er komið gott, vill minna fólk á að koma kl 16:00 í safamýrina á sunnudaginn og sjá fyrsta leik hjá meistarflokk Snæfells í mörg ár. Er þetta byrjun á einhverju miklu! :D hehe...jaájá við sjáum til...

P.s. Nemi vertu ekki svona geðveikur, þetta er ógeðslegt!!!
Og ég verð líka að nefna aprílgabbið hjá Lenny, það var frábært og sérstaklega kommentið sem kom, þú ert ekker nema grundarfjarðar rotta eða eitthvað álíka. Skemmtilegt að geta látið blóðið renna í fólki...hérna er síðan þeirraNeginemi.


Melló kveður...Klikkaðu aðeins hérna!!! Ekki hættulegt bara fyndið!

2 Comments:

At 1:36 PM, Anonymous Anonymous said...

ddddd

 
At 1:37 PM, Anonymous Anonymous said...

ssssss

 

Post a Comment

<< Home