Wednesday, March 15, 2006

Nonni mæju er fyrirmynd og hármódel!
Heyrðu mig!!

Melló heilsar ykkur á þessum "frábæra" miðvikudagsmorgni. Það er lítið annað að gerast hérna í blessaða Grundarfirðinum en grenjandi rigning. (ekki í fyrsta skipti reyndar) Ég hef verið að velta því hvort einhver skoði þessa síðu, svarið er jú jú svona nokkrir hvern dag. En hvað fær fólk til að fylgjast með, er það vonin um nýjan pistil eða er það forvitni ? Ég veit ekki, það halda margir í vonina. Ég geri það sjálfur oftast því ég er ekki sá duglegasti að skrifa hérna inn. Ef ég geri það ekki gerir enginn það...Árni hefur ekki enn fundið pennan sinn en ég er löngu búinn að segja honum að það þurfi ekki penna. Bara sletta einhverju inn í word og út kemur pistill. En ég held í vonina.

Jæja af skemmtilegra máli...

Það er leikur á móti KR á fimmtudaginn og hef ég mikla trú á okkar liði að vinna þann leik. Ég veit að allir ætla að mæta og verða lætin vonandi í hámarki þarna fyrir okkar hönd, því ekki eru kringar þekktir fyrir jafn frábæra stuðningsmenn og við eigum. Þeir eru þekktari fyrir Hugo Boss jakkana sína. En allt í lagi með það, einhver verður að geta sagt "flottur jakki" Tví Tví Tví!!!
Vorum að horfa á Kr, leik í 19 skipti í vetur og þessi síðasti leikur var algjört bull. Áttu eða eigum ekki að geta tapað á móti þessum gaurum. Nýji leikmaðurinn hjá þeim er í ruglinu með handboltahreyfingarnar. Og vona ég að hann haldi því áfram. Ég spái okkur áfram í einvíginu og það 0 - 2!!! Sem yrði mjög sterkt!!

Í hinum leikjunum eiga KefFjö, Nja – ÍR og Ska Gri. Ætti heimavöllurinn að verða nógu sterkur, Kef tekur Fjölnir allavega 2 – 0 það er pottþétt! En Njarðvík gætu farið í ruglið og tapað einum, jafnvel tveimur. En ég spái samt 2 – 0 fyrir Njarðvík. Hef ekki trú á að þeir tjóki aftur. Eins og síðustu ár. Þó svo að það kæmi ekki á óvart. Skallagrímur vs. Grindavík ég veit ekki…ég held að þetta verði jafnasta viðureignin. Í báðum leikjunum í deildinni hefur útiliðið leitt næstum allan leikinn en svo heimaliðið stolið sigrinum, ef þetta verður svona þá eru Skallagrímsmenn að fara áfram. Svo er spurning hvor þjálfaranna sé snjallari og loki á einhverja hluti hjá mótherjunum. En mín spá er að Grindavík vinni 2 og tapi 1. Þannig undanúrslitin verða svona held ég. Keflavík – Snæfell og Njarðvík – Grindavík. Þó svo ég vilji frekar fá Skallagrím áfram og hafa Vesturland á móti Suðurnesjum í undanúrslitum. Það væri rosalegt. Endilega kommentið, hvað finnst ykkur. Eru við kannski að fara að detta út í 8 liða úrslitum ? Og skallarnir áfram, það reyndar kæmi minnst á óvart, en ég held að reynslan sem Grindavík sé með og þjálfarinn eigi eftir að hjálpa mikið. En svo er auðvita spurning hvort Grindvíkingar eigi einhvern til að Stoppa “Larry”. Þetta á allt eftir að ráðast. Til að Skallagrímur fari áfram verða þeir að nota stóru mennina. En ég stend við mina spá…hmmm…

Þá er það aðalmálið.

Snæfellingar eru búnir að skrá í deild í fótbolta. Þetta eru góðar fréttir og vonandi að þetta verði til frambúðar. Þeir sem verða í liðinu eru mest allt strákar, allavega núna, en það á allt eftir að koma í ljós. Við erum í C-riðli. Og erum með Tindastól, Skallagrím, Kára(lið af Akranesi) Neisti Hofsósi og Hvöt frá Blöndósi. Það verður spennadi að sjá hvernig þetta tekst til. Við ætlum okkar að standa okkur í því að vera með fjáraflanir og svoleiðis til að standa undir þessu. Það er auðvita dómarakostnaður og annað sem þarf að borga. Og aulýsum við eftir styrktaraðilum hér með.
Það eru einhverjir þjálfarar komnir á blað sem gætu verið með okkur. En ég held að þeir sem ætli að vera með ættu að fara að hlaupa úti til að komast í form, Því þetta eru langir leikir og geta ekki allir farið útaf. Mig hlakkar rosalega til því þetta er búinn að vera draumur hjá mér lengi, þ.e. að spila fótbolta á sumrin og körfubolta á veturna. Ohh þetta verður rosalegt. Ég vona bara svo innilega að þetta verði ekki bara gaman fyrsta mánuðinn.

Það er spurning hvort Haffi McGunner verði í liði Skallagríms…Usss það verður rosalegt einvígi á miðjunni. Enda áttum við miðjuna hérna á æfingum hérna um árið…hehe.

Spurning hvort hann setji sig ekki í gervi Gerard og sendi eina stungu á okkur…Væri ekki verra. Við vonandi vinnum nokkra leiki, og sjáum hvar við stöndum. Spilum æfingaleik við Létti, þar sem Óli Sverri og Bjarni á Svelgsá eru að spila. Gamlir “hólmarar” sem sagt. Það verður örugglega gaman…veit eiginlega ekki við hverju ég á að búast með liðið, margir sprækir þarna og aðrir sem þurfa að komast í form. Þetta er hamingja.

Svo eitt að lokum, er að fara að panta mér ferð til Boston næsta haust, það verður í lagi. Ég og Erna ætlum að fara að gera eitthvað þar. Það verður nú mjög næs held ég. Þannig það er mikið í gangi….

Ég ætla ekki að hafa þetta lenga en vill sína fólki þessi litlu vitleysinga klikkaðu hérna mjög skemmtilegt.

Jæja með von um mörg og skemmtileg comment kveð ég úr rigningunni í Grundarfirði alsæll og svangur…Vá hljómaði eins og Jón Ársæll!!!

Bulu….

Melló

2 Comments:

At 12:55 PM, Anonymous Anonymous said...

vegna mikillar reynslu hef ég ákveðið að bjóða mig framm til aðal-aðstoðar-sérfræðings-í útileikjum í hömpi.
Og hlakkar mikið til að sjá hvernig stórskyttan Arnþór Pálsson a.k.a snakkþór a.k.a lock and load kemur undan vetri

 
At 1:09 PM, Blogger Melló said...

Allt er tekið til greina...Snakkþór er í sínu besta formi þessa dagana. Hann er búinn að mæta á þær margar undafarið.

 

Post a Comment

<< Home