Friday, February 03, 2006

Góðan og blessaðan daginn!

Til hamingju með daginn!


Það var mikið...Þetta var skrifað í gær. 2.feb en komst ekki inn fyrren í dag. Veit ekki hvað var að en...
Þetta er bara eins og 2000 vandinn, það er erfitt að gera allt á þessum dýrðardegi. Var að fara að pósta þessu pistil en allt kom fyrir ekki gat það ekki. Og skrái ég þetta á 2. feb. Sem sýnir bara hve stór þessi dagur er rétt eins og þegar 2000 vandinn skall á, á svipaðan hátt!

Eins og þið sjáið á myndinni er frábært veður hérna í Grundarfirði, það mætti halda að það væri bara búið að setja pöntun til veðurguðana að í Grundarfirði 2.feb þá er gott veður! Ég get ekki annað en bara beðið í ár þanngað til þetta verður aftur svona.

Það er ekki skemmtilegt að vera ég þessa dagana, búinn að vera fárveikur. Strepptacocca, hausverk, hita, beinverki og hvef og er búinn að léttast sem ég má alls ekki við. Þetta er frábært.

Fórum að keppa á Egilstöðum um helgina, nei mánudag. Það var ekki flogið á sunnudag þannig við komum til baka á þriðjudegi. Það var helvíti nice að vera þarna á hótelinu nema hvað ég var rosalega veikur. Gat lítið sem ekkert borðað og svoleiðis skemmtilegheit. En svona er þetta, væri ekki á móti því að geta pantað svona eins og Grundfirðingarnir.

Pallaleigan hefur fengið til sín nýjan penna, og heitir hann Árni Ásgeirsson! Hann er gríðarlega hárugur maður með skrítna kúlu á mjöðminni og með hár eins og steinull. Annars er hann fínn gaur!

Við ætlum að reyna að halda þessari síðu gangandi og jafnvel vera með einhverja skemmtilega leiki sem geta stytt ykkur stundir.

Ég ætla líka að setja í gang keppni í "græna slíminu" og vill ég koma því á framfæri að ég vill ekki svindlara í keppnina. (Steini, ég nefni engin nöfn) En til þess að fá úr því skorið hvort þið hafið unnið verið þið að taka screen shot af metinu ykkar og senda mér. Ég á metið enn sem komið er og það er 28 borð.

Ég vona að fólk farið að setja Pallaleiguna á sitt daglega netrölt, og commenti á pistla og ýti við okkur ef við séum ekki að standa okkur.

En jæja ætlað fara að gera mig klárann, Leikur að byrja hjá "Strákunum okkar!

Bið að heilsa á þessum glæsilega degi. Þjóðhátíðardegi Grundarfjarðar!

Melló

Skora á Árna að koma með einn heitan!!!

5 Comments:

At 1:23 PM, Anonymous Anonymous said...

nokkrir punktar... lagaðu heitið á siglingafélagið bORkey og settu inn linkinn á þennan grænaslíms leik!

good to have you back!

og það er vesen að commenta

 
At 5:34 PM, Blogger Melló said...

Já ég veit hrikalega leiðinlegt að gera það, en ég vona nú að fólk nenni því ef ástæða gefst til þess. a, -ar whatever :)

 
At 1:50 PM, Anonymous Anonymous said...

já það er alveg skelfilega leiðinlegt að commenta hérna... ég vi bara koma því á famfæri að ég sæki hart að þér í þessum græna slíms leik sem heitir ryndar Splash back!! jább ég hef komist ALEIN í 4. borð og fékk enga hjálp við það!!

 
At 1:51 PM, Anonymous Anonymous said...

whatta hell.... það kom hvergi hvar ég ætti að skrifa nafnið mitt fyrr en ég var búin að senda!!
jæja þetta er frábært rugl

 
At 2:38 PM, Blogger Melló said...

Já já það er byrjun....

 

Post a Comment

<< Home