Wednesday, March 17, 2004

Halló halló!
Ég má til með að stela þessu frá Grundargötu og sýna ykkur. Þetta er snilld sem Múri pistlahöfundur Pallaleigunnar gerði.

Gunnlaugur fetar í fótspor goðs síns.

Gunnlaugur "Melló, Palli, Scholes, Laukur" Smárason vann í gærkvöldi keppnina Hnakki Íslands. Keppnin var haldin við hátíðlega athöfn á Selfossi, sem er Mekka hnakkanna. Þar atti hann kappi við Bjarne Nielsen, Lauga, T-Craze og Dag Emils ásamt fleirum. En þeir höfðu ekki erindi sem erfiði því Gunnlaugur gjörsigraði þá með 95,7% atkvæða fólks sem greiddi atkvæði á EFF EMM (þvílík tilviljun) ásamt öllum atkvæðum dómnefndar. Þessi keppni var reyndar einungis bundin við landsbyggðina þar sem Reykvíkingar eru komnir aðeins á undan í þessum hnakkastælum. Í dómnefndinni voru Jónsi í Svörtum Ruslafötum, sigurvegari Reykjavíkurkeppninar og átrúnaðargoð Gunnlaugs, Birgitta Haukdal söngkona með meiru og flottur rass og Heiðar Austmann úber-hnakki. Fyrir keppnina vakti athygli mikill rígur milli frændanna Gunnlaugs og Arnars Loga en sá síðarnefndi ætlaði að keppa og bjóst við öruggum sigri en honum til mikillar gremju fékk hann ekki keppnisleyfi í utanbæjarkeppninni því hann hefur ekki farið út fyrir höfuðborgina síðan 1988. Hann sagðist nú hafa farið til Mosfellsbæjar sumarið ´99 í heimsókn en dómnefndinni fannst það ekki nóg. Þeir frændur talast ekki við í dag.
Ég hitti Gunnlaug að máli eftir keppnina og spurði hvað hafi gert honum kleift að vinna keppnina með svona fáheyrðum yfirburðum. "Ég hef bara verið á kantinum í allt haust og í vetur og hlustað og horft á vídeó með Jónsa sem hjálpaði mér mjög mikið. Ásamt því að nota mikið gel og greiða hárið til hliðar." Á svo ekki að fagna sigrinum í kvöld? "Jú jú! Ég fer á ball til heiðurs mér á NASA með Skítamóral og svo fæ ég Subaru Imprezu til afnota í eitt ár með spoiler-kitti og bassaboxi og diskinn Best of "The Back of your head" music, eða Úrvals hnakka tónlist, til að blasta í botni." Hvað viltu ráðleggja ungum hnökkum á uppleið að gera svo þeir nái sem mestu úr hæfileikum sínum. "Verið ekki hrædd við að nota mikið gel og prófa nýjar tegundir af geli og hlustið á Creed!" Svo þaut hann í burtu til að bæta við geli í hárið enda bara ein Shockwave túba leyfð á mann í keppninni sem er lítið á þeim bænum.

Þetta er Múri Kiddós sem skrifar úr Hólminum þar sem Stykk spilar


Já það verður gaman að fylgjast með úrslitunum sem verða haldin á Selfoss um mánaðarmótin og vona ég að sem flestir komi að styðja mig. Gaman að þessu. En endilega kíkjiði inn á síðuna hjá þeim félögum. Hún er hérna hægramegin í linkunum hjá okkur. Undir GrundargataSEX.
En já það er voðalega lítið að frétta. Allir vita auðavita að við mætum Njarðvíkingum á föstudag og er það fyrsti leikurinn í undanúrslitum. Pullinn er búinn að verað senda mér pistil en það er ekki að ganga. Það er spuning hvort hann handskrifi ekki bara pistilinn og sendi mér hann í pósti. Það gæti tekið skemmri tíma??? En svona getur tæknin strítt okkur. Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili en until next keep Hnakkin up!!! And use more gel!!! B.T.W. Múri þú notar meira gel en ég!!!!!!!!!!!!!!

Palli kveður af kantinum! Og kíkiði í séð og heyrt, myndir af Hnakkahátiðinni 2004. Takk fyrir mig!!!