Tuesday, February 24, 2004

Nau nau ! Pallaleigumenn á fullu í sukkinu !

Sælt verið þið fólk ! Glæsileg mynd af okkur Melló og vil ég þakka síða hans Óla Táberg fyrir það. Ég vil þakka Gunnlaugi fyrir að henda kvikmyndakaupalistanum mínum út, enda fokkaði hann upp síðunni. Maður verður að bæta sig í þessu blogg-rugli.
Í gær fór maður á old-bojs æfingu og ég lenti í liði með Leif “base-line shooter” Kobbapabba, Sigurþóri “þetta er villa” Folapabba og Doctor J(ónsa). Gríðarlega fallegt lið. Við byrjuðum ágætlega, ég hitti fínt en svo var leikkafli sem ég vil gleyma. Ég held ég hafi verið með 3,9 prósent nýtingu þar til í seinasta leiknum. Þá hitti ég kannski úr helming, og það var eini leikurinn sem við unnum. Þvílík skítaæfing !
En í kvöld er old-bojs sokker æfing og þar ætla ég að vera alveg kreisí með þrennur hægri vinstri. Það era ð segja ef maður fær að spila frammi og maður lendir ekki með Kobba Leifs.
Ég er núna að glápa á Groundhog day meðan ég skrifa þennan ómerkilega pistil. Þvílík snilldarmynd með Bill Murray. Hann er algjör snillingur mann helvítið.
Og svo eru það íþróttafréttirnar af Rás 2 sem ég heyrði í gær. “Jæja? Hvað skeði um helgina í íþróttunum?” Fréttamaðurinn: “Jaahhh, það var nú ekki mikið hér innanlands, (Snæfell er eitt á toppnum til dæmis er frétt, það skeði á föstudagskvöldi og það átti að vera inni í þessum pakka) en hún Þórey Edda náði 4,50 í stangarstökki og náði því ólympíulágmarkinu, mjög gott hjá henni að gera það á þessum árstíma.” (mamma hennar og pabbi nenna ekki einu sinni að hlusta á þessa frétt, og á þessum árstíma??? Innanhúss?!?!?! Er verra veður inni?) “Og svo var það hún Jófríður Anna Kormáksdóttir (hét eitthvað annað reyndar) setti stúlknamet í 200 metra hlaupi innanhúss.” (NEI!!!! Frábært) Skítapakk !
Svo er það meistaradeildin í kvöld. Maður ætti kannski að drífa sig á Hnakkastöðina og tippa á einhverja örugga leiki til að hressa upp á fjárhaginn. Maður bætir við einhverjum hokkíleik sem Gunnlaugur mælir með. Enda er strákurinn snillingur í að tippa á bölvaða vitleysu eins og það.

Það er ekkert fleira í dag og ekki var það mikið !

KÝÝÝÝÝÝÝÝÝÝÝÝLLLDUUUUUUUURRRR ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ MAAAAGAAAAAANNNNN ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! !

Palli heilsar!!

Múri var að gera góða hluti hérna í gær eða ég veit ekki hvenær, hann setti alltofmargar myndir inn þannig að linkarnir og allt draslið fóru undir pistlana, þannig ég hennti bara pistlinum hans út, enda var hann leiðinlegur! Reyndar las ég hann ekki.

Jæja það var mikið um að vera á föstudaginn síðasta. Leikur á móti breiðablik sem við unnum, reyndar var það soldið close en það er ekkert verra. En það sem skiptir öllu máli er að við unnum og Grindavík töpuðu. Svo eftir leikinn okkar var það stórleikur umferðarinnar: Breiðarblik B vs UmfG. En þar eru á mála þeir frændur og félagar Sómi Sjarp og Múri. Þessu leikur byrðjaði ekki vel fyrir Grundfirðinga því dómarinn feikaði uppkastið og kom Hemma eitthvað á óvart þannig að hann snéri sig eftir eina og hálfa sek. og spilaði ekki meira með. En það kemur alltaf maður í manns stað. Og maðurinn í þetta skiptið var Sómi The SJARPSJÚTER. En hann kom inn á rétt fyrir hálfleik Því einn leikmanna umfg varð að fara í öndurnarvél vegna þess að hraðinn var gríðalegur. Enda toppslagur 2. deildar. Og sást það á dómurum leiksins að þetta var toppslagur, Bestu dómarar sendir í leikinn. Og áttu þeir ekki sök af 10 stiga tapi umfg. En maður leiksins var Sómi, því þegar hann kom inná voru þeir um 40 stigum undir en vitir menn Gummi gerði það sem hann er næstbestur í!!! Hann skaut þá í kaf og setti meðal annars 3 þrista í röð. Og minnkuðu þeir muninn í 6 stig en þá kom Siggi inná fyrir kópavogsbúana og kláraði leikinn með skotin sem aldrei áður hefur sést. En fínn leikur og áhorfendur voru um 2000.

Svo að málum málana, það var fótbolti á körfuboltaæfingu í gær. Liðin voru þannig skipuð: Wolves: Danni Hrafnkels (GK), LýðurVaff (DC), "D" (?), Haffi McGUNNER (Allstaðar), Bjarne ÓMAR (Midfielder) og Weaklink (ST).
Lið Framara: Þýskastálið Larse (Allstaðar), HlynurBÉ (DC,MC), SiggiÞonn(MC,L,R), Bárður Coach(ST), Skarfurinn(?),Hillaríó(GK+Allstaðar). Já það var ljóst frá upphafi að þetta yrði hörkuleikur enda gríðarlegir talentar þarna. Bjarne óMar skoraði fyrsta markið í leiknum og kom Wolves yfir, svo man var þetta jafnt 5 - 5. í langan tíma enda næsta mark var úrslitamarkið. Hörður skinka var á leiknum og ætla ég að senda boltan og hann.

Hörður: Og Ali ver enda lélegt skot frá Sigga á mark Wolves, hann sendir boltan á hægri kanntinn þar sem Vaffarinn tekur við honum hann kemur boltanum á Haffa sem lýtur uppog sér að það sé nægt pláss til að fara lengra með boltann, hann er að koma að miðjunni og lýtur aftur upp, hann skýtur Hlynur skutlar sér en hann er ekki nógu snöggur niður. ÞETTA ER MARK!!! HAFFI ER BÚINN AÐ SKORA WOLVES HAFA UNNIÐ ÞENNAN LEIK.!!!!! MAÐUR LEIKSINS ÁN EFA DANÍEL ALI!!! EN HANN VARÐI ALLT SEM KOM AÐ MARKI WOLVES!!! FRÁBÆR LEIKUR OG ÁÐUR EN ÉG KVEÐ MINNI ÉG YKKUR Á MEISTARADEILDINA Á MORGUN OG MIÐVIKUDAG. VERIÐI SÆL.

Já svona var þetta núna. En jæja ég ætla að segja bless. Það voru nokkrir dómar sem eiga örugglega eftirmála, en við sjáum það allt ásamt mörkum gærdagsins í Boltanum með Guðna Bergs.

jæj kann ikke fiskehö!!! Já Rúnar skemmtileg orð!!!

Síðar Palli!!!