Friday, November 21, 2003

Nú skulum við fara aftur yfir Þórsnes-liðið sem er orðið fullmannað
Þjálfarinn Leður Skyggnis Jackson. Maðurinn verður að vera sá flottasti í tauinu af öllum þjálfurum á svæðinu ellegar hann verður rekinn. Ég trúi engu öðru en að hann standi undir öllum væntingum. Maðurinn er flottur í tauinu með eindæmum og mikill smekkmaður.

Björn Jóhann verður númer 14 með áletrunina The Kid á bakinu. Maðurinn er goðsögn í lifanda lífi og mun halda þeim merkjum á lofti milli jóla og nýárs áfram. Maðurinn er kallaður triple-double-trouble norðan heiða. Kvennagullið, sem er reyndar eins og liðamótalaus dansari á böllunum, er ekki leiður á því að skrifa eiginhandaráritanir og mun skrifa nokkrar eftir leiki.
Pullinn verður auðvitað plantaður fyrir utan þriggja stiga línurnar. Hann fer hvorki inn í teiginn til að taka fráköst eða spila vörn. Enda væri hann bara fyrir þar eins og skælandi skólastelpa. Farðu að éta eitthvað drengur! Hann mun bera nafnið Pulli á bakinu og númer 10.

Hjalti verður alveg klár undir körfunni með sveifluskot og troðslur ásamt því að læðast út fyrir línuna og bomba nokkrum þristum. Fegurð og fimi eru hans aðalsmerki er hann spilar. Hann verður með nafnið Rocco til heiðurs klámgoðsögninni og númer 77 til heiðurs Múranum eina og sanna.


Axel sjoppumella verður alveg klár segir hann í keppnina. Hann fær frí frá Select og kemur galvaskur á fornar frægðarslóðir. Á baki hans stendur Selurinn og verður hann númer 22.Gunnar Már: Verður með örvhent læti og engin mont í lay-öppum. Hann mun einbeita sér meira að vörninni en kjaftbrúkunum. Stórkostlegur leikmaður sem er nýkominn með íslenskan ríkisborgararétt eftir að hafa flust búferlum frá Bosníu. Hann mun bera nafnið Skarfurinn og bera númer 34 til heiðurs besta miðherja sögunnar Hakeem Olajuwon.Bergþór verður alveg klár innan teigs sem utan með örvhentu höndina sína. Hann mun bera númer og nafn þessa myndarlega manns hérna til vinstri, Will Perdue númer 32.


Ásmundur Victoryjohn Godmouthson verður aðal baráttuhundurinn í liðinu. Þvílík snilld af manni hefur sjaldan verið framleidd. Hann mun bera nafnið Undirbyrði og númerið 4,9% ef það er hægt.
Hermann Pablo Aimar Karvels verður klár með enn eina vinstri höndina og mun taka ótímabæra þrista eins og honum einum er lagið ásamt því að spila léttvæga vörn. Hann mun bera nafnið Pablo og númerið 16.Palli dottinn inn !!!

Ég veit nú ekki hvað þið eruð að gera ykkur vonir um að vinna Firmakeppnina! Við á bensó erum með Sóma Sharp, Einar Ágúst, Gúnds Vedras, Reyndar er stórskyttan hún Dagný farin hún fékk betri samning annarsstaðar. En okkar leynivopn verður Eþjópíski-leikmaðurinn okkar Hann Steinar Bjrönsson. Hann hefur gríðarkegan hraða og getur talað þannig enginn skilur (reyndar sé ég ekki afhverju það er kostur) Svo erum við auðvita með Stelpur úr öllum liðum á stórhöfuðborgarsvæðinu. Svo er ætlunin að fá kana eins og Síminn hérna um árið. Frábær leikmaður þar á ferð!!! Hann var meir að segja rekinn úr Síma-liðinu. Hversu slappur ertu þá!!??!! En eins og ég segi þá áBensó eftir að koma til baka eftir Slappt tímabil í fyrra. Svo hef ég heyrt að Hlynur Bé ætli að hætta með Snæfell og koma til liðs við Bensó en eins og allir vita þá afgreiddi hann Pulsur þar eins og hann hafi aldrei gert neitt annað!! Svo er Haffi nú kunnugur bensíntælunum. Þannig það er aldrei að vita hvort hann komi ekki bara líka! Svo stend ég í samningsviðræðum við Björn ÁÁssgeir við vonu að hann gangi til liðs við Bensó. Þá verður þetta orðið Stórlið.

Líklegt Byrjunarlið
Miðherji/Framherði/Skotbakvörður/Þriggjastigaskytta/Dugnaðarkálfur = Sómi Sharp.
En eins og alir vita þá er Sómi hrikalega snöggur varnamaður og stelur að jafnaði 10 boltum í leik á æfingu hjá miniboltanum. Hann er farinn að troða líka!
kostir:Spilar allar stöður.

Bakvörður/reynslubolti = Gúndas Vedras.
Þessi maður hefur fengið sér einn tvo öllara yfir æfina. En hann hefur aldrei verið í betra formi.
Kostir: Býður oft með sér.

Alhliðaleikmaður = Kaninn eða Bosníumaðurinn.
Við erum búnir að vera að fara yfir myndbönd frá því í febrúar. Og enn höfum við ekki séð neinn sem okkur lýst á en nokkrir koma samt til greina. Hann verður að vera með gull-tennur.
Kostir: Getur vonandi líka náð í vatn fyrir okkur.

Varnamaður/Hlaupari/Talsmaður = Steinar.
Eins og fram hefur komið þá er þessi leikmaður sniðinn fyrir þessa keppni og þrífast af keppnum eins og þessari. Hann er búinn að vera að skjóta mikið og er búinn að laga alla hluti sem gátu farið úrskeiðis. Þannig ekkert fer úrskeiðis núna.
Kostir: Hann er frá Eþjópíu, só þe görls vill lov him.

Formaður/Módel/Forseti/Skáti/Nemi/Skotbakvörður/Leikstjórnandi = Björn Ásgeir.
Þessi maður er vanur að lesa yfir dómurum, alþingismönnum, skátum og öllum sem lesa þarf yfir. Hann er með gott skot, fallegt hár, búntaður og kann boðorðin tíu.
Kostir: Hann syngur þjóðsönginn.

En eins og ég sagði áðan er þetta líklegasta byrjunarliðið. Svo er auðvita spurning hvort stelpurnar spili þessa menn út úr liðinu.


Takk fyrir mig og Áfram Bensó!!

Þar til síðar....Palli!!