Sunday, August 06, 2006

Sælir mínir dyggu lesendur…Pistillinn í dag og næsta mánuðinn er í boði Melló. Ákvað að spælsa í einn pistil. Hvað gerir maður ekki fyrir frægðina…???

Rugl er þetta, ég er búinn að skrifa pistil á hverjum degi núna í mánuð en hann post-ast greinilega aldrei...aha!!! Nei nei ég er bara búinn að vera duglegur að skrifa ekki.
Reyndar mætti halda að það hafi farið tveir mánuðir í þennan pistil, photoshop-vinna og leit af gögnum getur tekið svona tíma…Ég vona að þið fyrirgefið…
Þannig þið fjögur sem lesið þessa síðu eruð að fá einn feitan núna...
Já vinur minn og félagi Steve Nash sendi mér mynd af sér og vildi ekki sjá þessa mynd af honum á netinu þar sem hann sé snoðaður hann er í raun og veru bara búinn að lita hárið á sér rautt. (Til hvers að lita hárið á henni líka?)Sorry…En allavega þá eru þessar myndir þar sem hann er snoðaður eldgamlar og þessi mynd sem hann sendi mér er glæný og vildi hann endilega koma með í næstu ferð okkar “Red and proud”-meðlima! Þannig hér með geri ég hann að heiðursgesti félagsins til hamingju Steve minn…

Magni, Nonni, Snakki og Sómi eru útí eyjum núna eins og við sjáum. Hérna koma myndir með þeim félögum…Magni er að reyna að fá tilboð frá ÍBV. Og eins og glöggir menn vita tók hann forskot á sæluna í fyrra og fjárfesti í búning. Spurning hvort tilboðið komi í ár. Nonni er bara að hafa það nice þarna og er í heimahúsi. Það er örugglega ekki verra... En hann fékk fyrstu verðlaun í keppni fyrir fallega, eins og glöggir lesendur sjá er það Helgi “nemi” Reynir “Pétur” Guðmundsson sem hreppti annað sætið.

Þá er komið að Adda “Snakka” Pallasyni hann var svo óheppinn eins og síðast að “týna” tjaldinu sínu. En greip þá til þessa örþrifaráðs og lagði sig bara á dansgólfinu, stúlka sem var að fara
að þrífa reynir að hafa hann á fætur…og vitir menn. Hann Snakki deyr ekki ráðalaus nei nei nei hann finnur sér þennan fína gám og er hann með þetta fína grindverk.

Þáttur Sóma er kunnur, hann gerir allt fyrir snakkið og fíla kerlingarnar það vel. Hann djammar til dægurs og snakkar til þess að vera frægur. Vá þetta var flott…myndin segir allt um hann Gumma kallinn…Hver ætli sé frá Austurríki…hmmm


Í gær voru þeir með óvæntan atburð og myndin segir allt..þeir voru klappaðir upp aftur og aftur. Já þetta hefur verið svaka sýning. Spuring með DD. Einmitt!
Já það er greinilega að þeir félagar eru að gera það gott í Eyjum þetta árið.

Fór í golf í fyrsta skipti í sumar, uss...hvað er ég að spá! Afhverju spila ég ekki meira! Hrikaleg högg hjá þessum leikmanni. Ég og Múri fórum í höggleik og endaði það með sigri hjá mér. Enda Múri bakveikur og illa geðveikur. Það er ekki gott í golfi. Ég spilaði á 45 sem er ágætt miðað við æfinguna í sumar...svo gæti verið að þetta hafi byrjendaheppni. En ég viðurkenni það ekki :) !!!

Karfan að byrja á þriðjudaginn, uss spilaði leik með Brokey/dreamteam á góðri stund í grundarfirði og ég vægast sagt saug titling, shit hitti ekkert og gat bara ekkert...við unnum reyndar leikinn en það var ekki mér að þakka það er klárt mál! ÞAnnig ég verð að fara að skjóta og eitthvað ef ég ætla að komast í hópinn í vetur. Hefði varla komist í hópinn hjá Brokey, með þessa frammistöðu.

Fótboltinn að fara að enda...shit þetta er búið að vera langt sumar. En það þýðir ekki að gefast upp þó svo að við séum ekki með besta lið í heimi. Er klár á því að við verðum betri á næsta ári. (reyndar annað væri fáranlegt). Þetta fer bara í reynsluboltan hjá okkur...

Jæja ætla að fara að láta þetta enda…enda orðið helvíti langt og vinnusamt….

Verið bara bulusssuðððuð

Melló

Wednesday, May 03, 2006

Það er langt á milli pistla segja sumir. En þegar menn eru valdnir bloggarar ársins á öllum stöðum þá hugsar maður sig tvisvar um hvað maður á að skrifa. Ég ákvað að láta bíða svolítið eftir mér í þetta skiptið (ekki í fyrsta skipti reyndar) því ég var að tjekka á því hvort fólk væri eitthvað í því að lesa þessa síðu. Ekki sat fólk á sér í þeirri könnun, nei aldeilis ekki, fólk var farið að senda hótunarbréf á mig og fjölskyldu mína, fólk réðst að bílnum mínum, en eins og þeir vita sem þekkja mig er bíllinn varinn fyrir öllum árásum. Svo voru sendar kökur og hvaðeina allt þetta var bara til að fá einn pistil. Og hér er hann gott fólk...

Eins fólk veit, þá var pallaleigan valin besta bloggsíðan í ár og ekki var keppnin af verri endanum. Negrinemi, nemi, atli og allar þessar síður já og Laufásvegurinn uss þetta verður blóðugt á næsta ári...það er spurning hvort þeir á laufásvegi10 verði komnir með einn sjóðheitan þá...er ekki viss en held í vonina. Þeir félagar eru í USA núna nánaratiltekið á Orlando, þeir skyldu reyndar
húsgagnið eftir heima.

Manni er farið að hlakka til að fara út, shit það verður gaman! Erum búin að ákveða að vera í Boston í viku tökum svo lest til N.Y. og verðum þar í tvær nætur! Þetta verður geðveikt!!!

Fótboltinn er kominn á fullt, eða svona eins og hægt er, komumst ekki á grasið strax en vonandi verður það fljótlega. En mál málanna þessa dagana eru Hestar, ég og Bjarne erum komnir í hestamennskuna og það á fullt. Það er spurning hvort það fari að koma hestur í dönskufjölskylduna...ég vona það. Þetta er rosalega skemmtilegt. Núna hugsa margir hvað eru þeir að spá, hvað er að þeim. Ég skora á ykkur að prófa þetta. Það er voðalega erfitt að lýsa því hvað þetta er gaman, komdu bara og prófaðu. Árni þorir ekki...hann heldur að það komi hestalykt for life af sér, en hún er ekki með okkur á baki þannig afhverju ætti það að gerast! Takk fyrir þennan! megið skrifa hann hjá ykkur! haha! En svona er þetta...allir finna sér eitthvað að gera, nei nei nei ekki annan...!!! Ég er að spá í því að hafa þetta ekkert lengra. Árni er að fara að ná í mig og svo skundum við til Grundarfjarðar í bæinn þar sem sólin aldrei sefur (felur sig bara).
Það er víst allt að gerast í þjálfaramálum en eitthvað lítið fréttir maður af þeim...
En allavega, ætla að enda þetta á skemmtilegan hátt eins og einn af okkar bestur bloggurum myndi gera...Peace out to you all!

haha...

Melló kveður

Wednesday, April 05, 2006

Góða daginn gott fólk!

Viningspósið síðan í Fyrra

Pistill dagsins er í boði Sóma Sharp. En hann er að auglýsa pósu-keppni. Hann vann hina árlegu pósu-keppni í fyrra með þessari pósu. Reynsluboltar í pósuheiminum hafa aldrei séð annað eins enda er þessi maður búinn að vera í bransanum lengi. Svo er bara spurning hvort hann haldi titlinum. En ég hef heyrt að fólk frá mörgum heimsálfum ætli sér að koma og fylgjast með honum. Og ég hef heyrt að hann fái mikla samkeppni í ár. En enginn annar en Lalli Johns ætlar að taka þátt.Hann var rólegur þegar fréttamaður tók hann að tali Og hefur hann eins og fólk sér bætt sig svakalega í pósum. Hann gat ekki keppt í fyrra því hann var dæmdur fyrir að stela traktori á leið sinni um landið. Hvort það hafi verið M.Ferguson það veit ég ekki. Þannig það verður skemmtilegt að sjá hvernig keppnin í ár verður. Kempur eins og Halli og Laddi hafa spáð rosalegri keppni.

Jæja þá að öðru....og það er líka keppni!!!

Eins og flestir vita þá er meistaraflokkur Snæfells í fótbolta búinn að skrá sig til í Íslandsmót í sumar og verða það 15 leikir sem við spilum. En núna um helgina er svo æfingaleikurinn á móti Létti, hann er spilaður á gervigrasvellinum hjá Fram. Sem sagt í Safamýrinni. Þeir sem vilja sjá mörg mörk og spörk út í loftið ættu ekki að láta sig vanta. Nei nei ég segi svona ég veit ekki hvernig leikur þetta verður. Við erum ekkert búnir að æfa saman og reyndar ekkert búnir að æfa (flestir) Við verðum vonandi með stórann hóp þannig það verður hægt að skipta reglulega. Ég er búinn að mæta á tvær æfingar og það innanhúsæfingar. Hef alveg verið betri með boltann, enda langt síðan ég hef spilað fótbolta. Það verður spennandi að sjá hvernig gengur í þessum leik. Leikurinn er eiginlega bara settur á fyrir þjálfarann því hann veit ekki hvað hann er með í höndunum. Þetta lið sem við erum að fara að spila við er víst ágætir og voru nálægt því að komast í næst efstu deild fyrir einhverjum árum. Þannig þetta gæti orðið erfitt...spurning hvort við spilum ekki bara gamla góða varnarboltann.

Spá mín var ekki alveg eins og það fór, en þess vegna var þetta nú spá, ég vill ennþá meina það að við höfum verið með betra lið en KR, og áttum að fara áfram. En svona er þetta, útlendingarnir einhverneiginn fengu eitthvað í hálsinn. :) nei nei svona fór þetta og svona er þetta. Vonum bara að þetta gangi betur á næsta ári.
Formannsskipti voru fyrir viku eða svo, og lýst mér mjög vel á það, ekki það að Gissur hafi verið að standa sig illa. Alls ekki, hann hefur gert allt fyrir liðið og verður áfram í því vill ég meina og vona. Daði kemur með nýtt blóð í þetta og vonandi heldur þetta áfram að vera jafn skemmtilegt og spennandi. Svo er bara að bíða eftir KKÍ þinginu og sjá hvernig reglurnar verða. Ég vona að reglunum verði breytt þannig að það megi vera með 2 kana og liðunum sé skilt að vera með 3 íslendinga inná í einu. Það er víst þannig í Noregi, djöfull eru þá margir Íslendingar að spila í Noregi, barabúmmtjisss!!!Þá myndi Íslendingarnir fá meiri reynslu og jafnvel taka meiri ábyrgð til sín. Ekki leggja allt á einhverja serba og makka. Þá svo það sé ekkert að þeim. Annars fer þetta bara að verða eins og enska deildin í fótbolta. Mörg lið með einn og tvo enska leikmenn í 16 mannahópnum. Sem er frekar fáranlegt finnst mér. En já eins og ég segi þetta verður allt mjög spennandi og eru þetta frekar miklir draumórar hjá mér held ég.

Þetta er komið gott, vill minna fólk á að koma kl 16:00 í safamýrina á sunnudaginn og sjá fyrsta leik hjá meistarflokk Snæfells í mörg ár. Er þetta byrjun á einhverju miklu! :D hehe...jaájá við sjáum til...

P.s. Nemi vertu ekki svona geðveikur, þetta er ógeðslegt!!!
Og ég verð líka að nefna aprílgabbið hjá Lenny, það var frábært og sérstaklega kommentið sem kom, þú ert ekker nema grundarfjarðar rotta eða eitthvað álíka. Skemmtilegt að geta látið blóðið renna í fólki...hérna er síðan þeirraNeginemi.


Melló kveður...Klikkaðu aðeins hérna!!! Ekki hættulegt bara fyndið!

Wednesday, March 15, 2006

Nonni mæju er fyrirmynd og hármódel!
Heyrðu mig!!

Melló heilsar ykkur á þessum "frábæra" miðvikudagsmorgni. Það er lítið annað að gerast hérna í blessaða Grundarfirðinum en grenjandi rigning. (ekki í fyrsta skipti reyndar) Ég hef verið að velta því hvort einhver skoði þessa síðu, svarið er jú jú svona nokkrir hvern dag. En hvað fær fólk til að fylgjast með, er það vonin um nýjan pistil eða er það forvitni ? Ég veit ekki, það halda margir í vonina. Ég geri það sjálfur oftast því ég er ekki sá duglegasti að skrifa hérna inn. Ef ég geri það ekki gerir enginn það...Árni hefur ekki enn fundið pennan sinn en ég er löngu búinn að segja honum að það þurfi ekki penna. Bara sletta einhverju inn í word og út kemur pistill. En ég held í vonina.

Jæja af skemmtilegra máli...

Það er leikur á móti KR á fimmtudaginn og hef ég mikla trú á okkar liði að vinna þann leik. Ég veit að allir ætla að mæta og verða lætin vonandi í hámarki þarna fyrir okkar hönd, því ekki eru kringar þekktir fyrir jafn frábæra stuðningsmenn og við eigum. Þeir eru þekktari fyrir Hugo Boss jakkana sína. En allt í lagi með það, einhver verður að geta sagt "flottur jakki" Tví Tví Tví!!!
Vorum að horfa á Kr, leik í 19 skipti í vetur og þessi síðasti leikur var algjört bull. Áttu eða eigum ekki að geta tapað á móti þessum gaurum. Nýji leikmaðurinn hjá þeim er í ruglinu með handboltahreyfingarnar. Og vona ég að hann haldi því áfram. Ég spái okkur áfram í einvíginu og það 0 - 2!!! Sem yrði mjög sterkt!!

Í hinum leikjunum eiga KefFjö, Nja – ÍR og Ska Gri. Ætti heimavöllurinn að verða nógu sterkur, Kef tekur Fjölnir allavega 2 – 0 það er pottþétt! En Njarðvík gætu farið í ruglið og tapað einum, jafnvel tveimur. En ég spái samt 2 – 0 fyrir Njarðvík. Hef ekki trú á að þeir tjóki aftur. Eins og síðustu ár. Þó svo að það kæmi ekki á óvart. Skallagrímur vs. Grindavík ég veit ekki…ég held að þetta verði jafnasta viðureignin. Í báðum leikjunum í deildinni hefur útiliðið leitt næstum allan leikinn en svo heimaliðið stolið sigrinum, ef þetta verður svona þá eru Skallagrímsmenn að fara áfram. Svo er spurning hvor þjálfaranna sé snjallari og loki á einhverja hluti hjá mótherjunum. En mín spá er að Grindavík vinni 2 og tapi 1. Þannig undanúrslitin verða svona held ég. Keflavík – Snæfell og Njarðvík – Grindavík. Þó svo ég vilji frekar fá Skallagrím áfram og hafa Vesturland á móti Suðurnesjum í undanúrslitum. Það væri rosalegt. Endilega kommentið, hvað finnst ykkur. Eru við kannski að fara að detta út í 8 liða úrslitum ? Og skallarnir áfram, það reyndar kæmi minnst á óvart, en ég held að reynslan sem Grindavík sé með og þjálfarinn eigi eftir að hjálpa mikið. En svo er auðvita spurning hvort Grindvíkingar eigi einhvern til að Stoppa “Larry”. Þetta á allt eftir að ráðast. Til að Skallagrímur fari áfram verða þeir að nota stóru mennina. En ég stend við mina spá…hmmm…

Þá er það aðalmálið.

Snæfellingar eru búnir að skrá í deild í fótbolta. Þetta eru góðar fréttir og vonandi að þetta verði til frambúðar. Þeir sem verða í liðinu eru mest allt strákar, allavega núna, en það á allt eftir að koma í ljós. Við erum í C-riðli. Og erum með Tindastól, Skallagrím, Kára(lið af Akranesi) Neisti Hofsósi og Hvöt frá Blöndósi. Það verður spennadi að sjá hvernig þetta tekst til. Við ætlum okkar að standa okkur í því að vera með fjáraflanir og svoleiðis til að standa undir þessu. Það er auðvita dómarakostnaður og annað sem þarf að borga. Og aulýsum við eftir styrktaraðilum hér með.
Það eru einhverjir þjálfarar komnir á blað sem gætu verið með okkur. En ég held að þeir sem ætli að vera með ættu að fara að hlaupa úti til að komast í form, Því þetta eru langir leikir og geta ekki allir farið útaf. Mig hlakkar rosalega til því þetta er búinn að vera draumur hjá mér lengi, þ.e. að spila fótbolta á sumrin og körfubolta á veturna. Ohh þetta verður rosalegt. Ég vona bara svo innilega að þetta verði ekki bara gaman fyrsta mánuðinn.

Það er spurning hvort Haffi McGunner verði í liði Skallagríms…Usss það verður rosalegt einvígi á miðjunni. Enda áttum við miðjuna hérna á æfingum hérna um árið…hehe.

Spurning hvort hann setji sig ekki í gervi Gerard og sendi eina stungu á okkur…Væri ekki verra. Við vonandi vinnum nokkra leiki, og sjáum hvar við stöndum. Spilum æfingaleik við Létti, þar sem Óli Sverri og Bjarni á Svelgsá eru að spila. Gamlir “hólmarar” sem sagt. Það verður örugglega gaman…veit eiginlega ekki við hverju ég á að búast með liðið, margir sprækir þarna og aðrir sem þurfa að komast í form. Þetta er hamingja.

Svo eitt að lokum, er að fara að panta mér ferð til Boston næsta haust, það verður í lagi. Ég og Erna ætlum að fara að gera eitthvað þar. Það verður nú mjög næs held ég. Þannig það er mikið í gangi….

Ég ætla ekki að hafa þetta lenga en vill sína fólki þessi litlu vitleysinga klikkaðu hérna mjög skemmtilegt.

Jæja með von um mörg og skemmtileg comment kveð ég úr rigningunni í Grundarfirði alsæll og svangur…Vá hljómaði eins og Jón Ársæll!!!

Bulu….

Melló

Tuesday, February 14, 2006

Ley'mér að bora aðeins!
Halló Halló!!!


Þessi pistill er í boði gaursins sem missti sig og ætlaði í Ella Smile. Elli kallinn gat ekki annað en Ekki brosað. Og er þetta í fyrsta skipti sem ég sé hann ekki brosandi. Sá reyndar gaurinn fyrir utan íþróttarhúsið og hann var ekki sáttur. Hann réðst á bílinn hans Ella með þessum afleiðingum. Ég átti hund og hann hét Elli!


Síðustu tveir leikir eru búnir að vera eitthvað fyrir peninginn. Vinnum Grindavík með einu og Fjölni með tveimur. Áttum reyndar að vinna Fjölni með 20 stigum. Vorum bara að spila hrikalegan sóknarleik þess vegna fór sem fór.

Ég var að þjálfa fyrir Nonna um helgina mb. stráka og Phil Jacksoninn í mér kom upp þar. Spiluðum 4 leiki unnum alla með meira en 16 stigum. Biggi bíður færis að segja sögu!Lærimeistarinn Birgir Mikaelsson varð að játa sig sigraðann, tókum þá með 16 stigum. Svo var það hrökkbrauðið hann Svenni í ÍR sem átti engin svör við stórleik Snæfells, unnum þá með 28 stigum. ÍBV voru næstir þar sem Björn Einarsson fékk skemmtilega tæknivillu. En góður dómari leiksins Ég held að með árunum að hann fái hárHögni Högna gaf honum marga sjensa til að hætta að væla. En hann hætti ekki. Já við unnum þá með 20 og svo var það síðasti leikurinn á móti Haukum sem við unnum með 25 stigum minnir mig. Strákarnir sýndu oft góða takta en einn af okkar mönnum gat ekki verið með á sunnudeginum af því að hann var að fara að spila með Chelsea. Karfa mótsins var án efa Fade-away jumperinn hjá Sæja Summa. Reyndar áttu margir góðar körfur...en svona er þetta 4 - 0 helgi hjá strákunum sem er ekki leiðinlegt.

Af öðru, ég hitti Arnar Loga, Hjalta og Hemma og þeir söguðst hafa unnið leik um daginn. Popparinn var víst með 14 stig. Sem er mjög gott. En hvað er þetta, það virðast allir taparar vera að vinna. Strákarnir í unglingaflokk gerðu sér lítið fyrir og unnu Fjölni með 3 stigum. Two 0 Two átti engin svör. Hann var reyndar fínn í leiknum kallinn. En með þessum sigri lauk 9 leikja sería hjá strákunum. Þannig þeir eru komnir með 3 sigurleiki. Svenidikt var stigahæstur í leiknum og tróð víst á myndinni sem er með sjáum við hann með verðlaunin. Árni skoraði líka eitthvað...og átti tvo góða stolnabolta sem unnu leikinn.

Ég er að spá í því að hafa þetta ekkert lengra það er alveg hrikalega mikið að gera í skólanum...

P.s. Ég veit ekki afhverju Árni er eitthvað bendlaður við síðuna. Ég vill allavega fá pistil frá honum áður en hann verður einn af Pallaleigumönnum.


Melló

Tuesday, February 07, 2006

Halló halló!Við fundum skemmtilega síðu á netinu. Hérna ætla ég að sýna ykkur nokkra linka með afrakstrinum.

Mynd 1 - Eftir Árna Á.

Mynd 2 - Eftir Árna Á.

Mynd 3 - Eftir Melló

Mynd 4 - Eftir Melló

Mynd 5 - Eftir Melló

Mynd 6 - Eftir Melló

Mynd 7 - Eftir MellóJæja nóg af rugli. Ég vil sjá Hjalta og fleiri reyna fyrir sér í þessu. En hvaða mynd er best af þessum 5 ? Mér persónulega finnst myndin hans Árna með rækjunni best...

Hjalti var ekki lengi að verða að ósk minni....Og ég get ekki sagt annað að hann hafi ekki komið á óvart í geðveiki!

Mynd frá Múra og önnur! Og ein í viðbót, -->klikkaðu hérna <--
Sem sagt komnar þrjár myndir frá Múra. Svo er auðvita að kjósa bestu myndina...Kommentið bara á það!!!

Meira síðar

Melló!

Friday, February 03, 2006


Já fólk var farið að halda að Alli minn fegni ekki skoðun enda var ég ekki búinn að fara með hann í skoðun svo lengi, en vitir menn fékk skoðun til '07. Þannig ég spyr vill einhver kaupa bíl? En það sést á þessari mynd að það var aldrei hætta. Ég var reyndar kominn með miða frá löggunni boðun í skoðun en það var allt planað. Ástæðan fyrir þessu pistli er eiginlega að ég var að prófa að ná í eitthvað myndaforrit sem hendir myndum beint inn á síðuna helvíti sniðugt og virðist virka líka!!

Melló  Posted by Picasa

Góðan og blessaðan daginn!

Til hamingju með daginn!


Það var mikið...Þetta var skrifað í gær. 2.feb en komst ekki inn fyrren í dag. Veit ekki hvað var að en...
Þetta er bara eins og 2000 vandinn, það er erfitt að gera allt á þessum dýrðardegi. Var að fara að pósta þessu pistil en allt kom fyrir ekki gat það ekki. Og skrái ég þetta á 2. feb. Sem sýnir bara hve stór þessi dagur er rétt eins og þegar 2000 vandinn skall á, á svipaðan hátt!

Eins og þið sjáið á myndinni er frábært veður hérna í Grundarfirði, það mætti halda að það væri bara búið að setja pöntun til veðurguðana að í Grundarfirði 2.feb þá er gott veður! Ég get ekki annað en bara beðið í ár þanngað til þetta verður aftur svona.

Það er ekki skemmtilegt að vera ég þessa dagana, búinn að vera fárveikur. Strepptacocca, hausverk, hita, beinverki og hvef og er búinn að léttast sem ég má alls ekki við. Þetta er frábært.

Fórum að keppa á Egilstöðum um helgina, nei mánudag. Það var ekki flogið á sunnudag þannig við komum til baka á þriðjudegi. Það var helvíti nice að vera þarna á hótelinu nema hvað ég var rosalega veikur. Gat lítið sem ekkert borðað og svoleiðis skemmtilegheit. En svona er þetta, væri ekki á móti því að geta pantað svona eins og Grundfirðingarnir.

Pallaleigan hefur fengið til sín nýjan penna, og heitir hann Árni Ásgeirsson! Hann er gríðarlega hárugur maður með skrítna kúlu á mjöðminni og með hár eins og steinull. Annars er hann fínn gaur!

Við ætlum að reyna að halda þessari síðu gangandi og jafnvel vera með einhverja skemmtilega leiki sem geta stytt ykkur stundir.

Ég ætla líka að setja í gang keppni í "græna slíminu" og vill ég koma því á framfæri að ég vill ekki svindlara í keppnina. (Steini, ég nefni engin nöfn) En til þess að fá úr því skorið hvort þið hafið unnið verið þið að taka screen shot af metinu ykkar og senda mér. Ég á metið enn sem komið er og það er 28 borð.

Ég vona að fólk farið að setja Pallaleiguna á sitt daglega netrölt, og commenti á pistla og ýti við okkur ef við séum ekki að standa okkur.

En jæja ætlað fara að gera mig klárann, Leikur að byrja hjá "Strákunum okkar!

Bið að heilsa á þessum glæsilega degi. Þjóðhátíðardegi Grundarfjarðar!

Melló

Skora á Árna að koma með einn heitan!!!